Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í byrjun október er meðal annars gerð grein fyrir afkomuhorfum í sjávarútvegi. Matið er byggt á framreikningi samantektar um rekstur greinarinnar frá árinu 2002. Gert er ráð fyrir að afkoma greinarinnar árið 2004 verði verri en árið 2003 og er nú gert ráð fyrir minni hagnaði en í síðasta mati ráðuneytisins sem birtist í maíbyrjun. Þett kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Skýrist það einkum af hærri olíuverði og horfum um heldur meiri
verðbólgu en þá var gert ráð fyrir. Samkvæmt þessu mati verður rekstrarhalli sem nemur 1½% af tekjum fyrir skatta og veiðigjald árið 2004. Á næsta ári er gert ráð fyrir að reksturinn standi í járnum.