Ef spár sérfræðinga ganga eftir verður ein af hverjum tíu verslunum í London orðin tóm innan tveggja mánaða að því er kemur fram í grein Daly Telegraph.

Í greininni er farð yfir stöðu mála í dag en margir telja að framundan séu miklir erfiðleika í breskri verslun enda breskir neytendur verið kaupglaðir fram úr hófi til þessa.

Umtalsverð afsláttartilboð nú strax eftir jól hafa keyrt upp verslun og er talið að verslunin í gær, annan dag jóla, hafi verið 12,5% meiri en á sama tíma í fyrra. Afsláttartilboð gerðu það einnig að verkum að sala síðustu fjóra daga fyrir jól var 2,5% meiri en sama tíma í fyrra. Menn játa hins vegar að það eru afslættirnir sem ýta við neytendum.

Clinton Cards, Allied Carpets, JJB Sports og Land of Leather eru nefndar í Daily Telegreph meðal þeirra verslanakeðja sem nú eiga við hvað mesta erfiðleka að stríða.