Bandaríska húsnæðislánafyrirtækið Better Morgage komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar forstjórinn Vishal Garg sagði upp meira en 900 starfsmönnum á einu bretti yfir Zoom fundi. Sérhæfa yfirtökufélag (Spac) Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem til stendur að sameinist Better, segist áfram hafa trú á Better og fyrirhugaða samruna félaganna.

Þá muni Garg, sem fór í tímabundið leyfi eftir hópuppsögnina , áfram starfa sem forstjóri Better. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Aurora sendi til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna. Garg hafði sætt mikilli gagnrýni fyrir hvernig staðið var að uppsögninni ásamt því að saka starfsmenn á atvinnutengdum samfélagsmiðli um að stela frá samstarfsfólki og viðskiptavinum með því að sinna vinnunni sinni ekki nægilega vel. Garg baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu nokkrum dögum síðar.

Sjá einnig: Yfir 900 sagt upp fyrir Novator sam­runa

Björgólfur Thor er stjórnarformaður sérhæfða yfirtökufélagið sem nefnist Aurora Acquisition og er leitt af Novator. Tilkynnt var um fyrirhugaðan samruna Auora og Better í maí og kom þar fram að Aurora myndi leggja Better til 200 milljónir dala í hlutafé.

Í lok nóvember var tilkynnt um nýtt fjármögnunarfyrirkomulag þar sem Better mun gefa út 750 milljóna dala breytanleg skuldabréf, sem breytist í hlutabréf þegar samrunanum lýkur. Aurora mun kaupa skuldabréf fyrir 100 milljónir dala og SoftBank fyrir 650 milljónir dala.

Samruninn sem var fyrst kynntur í maí síðastliðnum er enn ekki lokið. Heimildarmaður Telegraph segir að stjórnir Aurora og Better hafi komist að samkomulagi og búast megi við að samruninn gangi í gegn á næstu dögum. Hann bætti við að hópuppsögnin á Zoom hafi tafið fyrir samningnum.