Geimfyrirtækið SpaceX, sem Teslu forstjórinn Elon Musk stofnaði, hefur lokið 1,16 milljarða dala fjármögnun á síðustu tveimur mánuðum, að því er Reuters greinir frá.

Á meðal fjárfesta í SpaceX eru Alphabet, móðurfélag Google, og Fidelity Investments. Greindi SpaceX frá því í febrúar að félagið hefði lokið 850 milljóna dala fjármögnun. Í kjölfarið var fyrirtækið metið á 74 milljarða dala.

Undir lok síðasta sumars sótti fyrirtækið 1,9 milljarða dala í fjármögnunarumferð, sem er jafnframt sú stærsta sem það hefur ráðist í.