SpaceX, fyrirtæki Elon Musk eiganda Tesla, tókst um helgina að senda tvær eldflaugar á loft, sem er nýtt met fyrir fyrirtækið. Fyrri eldflaugin, sem skotið var frá Kennedy Space Center í Flórída, var jafnframt önnur eldflaug fyrirtækisins sem hafði verið skotið upp áður.

Fyrirtækið hefur einsett sér að endurnýta eldflaugar sínar til að lækka verð, en eldflaugin sem skotið var upp á föstudag hafði áður verið notuð í janúar. Með eldflaugaskotunum tveimur er heildarfjöldinn orðinn 9 í árinu sem er nýtt met fyrir fyrirtækið.

SpaceX hefur samið við fyrirtækið Iridium um að koma gervitunglum á sporbraut, en tilgangur þeirra er meðal annars að tryggja að hægt sé að fylgjast með flugferðum allra flugvéla.

Þannig ætlar félagið að útrýma svoköllum svörtum blettum í eftirlitskerfinu, en flugvél Malasíska flugfélagsins sem hvarf yfir Indlandshafinu fyrir þremur árum hvarf einmitt á slíku svæði. Eldflaugaskotið á sunnudag var annað skotið fyrir Iridium Next verkefnið, en stefnt er að sex til viðbótar á árinu.