*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 15. júlí 2020 08:45

Spaðinn opnar mögulega nýja staði

Þórarinn segir að COVID-19 faraldurinn hafi gert það að verkum að það sé nóg framboð af atvinnuhúsnæði.

Ritstjórn
Þórarinn Ævarsson, stofnandi og eigandi Spaðans.
Haraldur Guðjónsson

Þórarinn Ævarsson, sem er eigandi og framkvæmdastjóri pizzastaðarins Spaðans, segist hafa nokkrar staðsetningar í huga undir nýja staði á vegum Spaðans. Þessar staðsetningar eru í Hafnarfirði og Kópavogi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Pizzustaðurinn Spaðinn opnaði þann 8. maí síðastliðinn á Dalvegi í Kópavogi og veltan fyrsta mánuðinn var um milljón á dag. Þórarinn stefnir að því að opna um þrjá til fjóra sambærilega staði til viðbótar.

Þórarinn segir í samtali við Morgunblaðið að COVID-19 faraldurinn hafi gert það að verkum að það sé nóg framboð af atvinnuhúsnæði.