Þórarinn Ævarsson, sem er eigandi og framkvæmdastjóri pizzastaðarins Spaðans, segist hafa nokkrar staðsetningar í huga undir nýja staði á vegum Spaðans. Þessar staðsetningar eru í Hafnarfirði og Kópavogi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Pizzustaðurinn Spaðinn opnaði þann 8. maí síðastliðinn á Dalvegi í Kópavogi og veltan fyrsta mánuðinn var um milljón á dag. Þórarinn stefnir að því að opna um þrjá til fjóra sambærilega staði til viðbótar.

Þórarinn segir í samtali við Morgunblaðið að COVID-19 faraldurinn hafi gert það að verkum að það sé nóg framboð af atvinnuhúsnæði.