Breskur einkaspæjari hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Kína fyrir njósnir en hann var ráðinn ásamt eiginkonu sinni af lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline (GSK) til að rannsaka eftirmála kynlífshneikslis tengdu yfirmanni lyfjafyrirtækisins í Kína. Kemur þetta fram í frétt Guardian um málið. Einkaspæjarinn breski Peter Humphrey og eiginkona hans Yu Yingzeng voru sökuð um um að hafa ólöglega aflað upplýsinga um kínverska borgara. Eiginkona Humphreys var dæmd í tveggja ára fangelsi en þau verða bæði send úr landi að lokinni fangelsisvist þeirra.

GlaxoSmithKline hafði ráðið hjónin til að rannsaka afhverju kynlífsupptaka náðist af Mark Reilly, yfirmanni lyfjafyrirtækisins í Kína, ásamt kínverskri kærustu sinni á heimili hans. Dómurinn fellur á sama tíma og GSK er undir rannsókn hjá kínverskum yfirvöldum vegna meintrar spillingar. Kínversk yfirvöld hafa ekki tengt málin saman opinberlega.