Hagvöxtur á Spáni mældist 0,6 prósent á öðrum ársfjórðungi, sem er besta afkoma í ríkisrekstri landsins á einum ársfjórðungi síðastliðin sex ár, að því er kemur fram í frétt frá hagstofunni í Madríd. Þessu greinir RÚV frá.

Afkoman er 0,1 prósenti hærri en seðlabanki Spánar hafði spáð. Efnahagssérfræðingar spá fyrir um að hagvöxturinn verði 1,2 prósent á árinu öllu. Hins vegar mælist atvinnuleysi enn hátt í 25 prósent, sem er eitt hið mesta í löndum Evrópusambandsins.