Spænska ríkið breytti í dag 4,47 milljarða evra láni til Bankia bankans í hlutafé í dag. Bankiaer þriðji stærsti banki Spánar.

Seðlabanki Spánar segir í tilkynningu að skynsamlegast lausnin, að mati bankans, hafi verið að styrkja eiginfjárhlutfall bankans með því að breyta láninu í hlutafé. Við breytinguna eignast spænska ríkið 45% hlut í bankanum. Hlutafjárframlagið nemur 730 milljörðum króna.

Fyrr í dag lýsti Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar því yfir að allar innistæður væru tryggðar af spænska ríkinu.