Spænski bankinn Bankia tilkynnti í dag að tap ársins 2012 hafi numið 19 milljörðum evra, 3.230 milljörðum króna. Er þetta mesta tap sem fyrirtæki hefur bókað í spænskri viðskiptasögu.

Tapið kemur ekkert sérstaklega á óvart þar sem bankinn hafði varað við því í nóvember. Er það tilkomið vegna mikilla afskrita fasteignalána og annarra lána.

Tapið er nánast jafn mikið og það lán sem spænska ríkið veitti bankanum í neyðaraðstoð í fyrra en ríkið fer með um 45% hlut í bankanum