*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 2. júní 2020 09:01

Spænsku félögin bíða með flug til Íslands

Stjórnendur Iberia Express og Vueling ætla þó að hefja flug til Skandinavíu í byrjun næsta mánaðar.

Ritstjórn

Spænsku flugfélögin hyggjast bíða með að hefja flug til Íslands. Frá þessu er greint á vef Túrista. Stjórnendur Iberia Express og Vueling ætla þó að hefja flug til Skandinavíu í byrjun næsta mánaðar. 

Það verður 1. ágúst sem þotur Vueling taka stefnuna á Keflavíkur flugvöll á ný. Iberia Express mun þó ekki hefja Íslandsferðir fyrr en í byrjun september. 

Upphaflegar sumaráætlanir Norwegian og Icelandair gerðu einnig ráð fyrir tíðum ferðum milli Íslands og Spánar í sumar. Icelandair hefur þó gefið út að ekkert verði af ferðum félagsins frá Barcelona á þessari vertíð. Brottfarir til Madrídar eru ennþá á dagskrá samkvæmt bókunarvél flugfélagsins.

Staðan á flugi Norwegian er aftur á móti óljós. Félagið hefur lokað allri starfsemi á Spáni en engu að síður er opið fyrir bókanir á flugi hingað frá Alicante og Barcelona í haust.

Stikkorð: Iberia Vueling