CIP áhættumat Creditinfo Ísland er tölfræðilegt reiknilíkan sem metur líkurnar á alvaregum vanskilum fyrirtækja. Paul Randall segir áhættumatið auðvelda fyrirtækjum að forðast áhættumikla viðskiptavini. Undir lok þessa mánaðar mun Creditinfo Ísland fara af stað með nýtt CIP áhættumat en það er tölfræðilegt reiknilíkan sem metur líkur á alvarlegum vanskilum íslenskra fyritækja.

CIP áhættumat er hannað af systurfélagi Creditinfo Ísland, Creditinfo Decision, en það sérhæfir sig í ráðgjöf og hönnun líkana við stýringu á útlánaáhættu. Gögn frá Creditinfo Ísland voru fyrst send til rannsóknar árið 2001 og hafa rannsóknir á gögnunum, þróun og smíði reiknilíkansins staðið frá þeim tíma. Rannsökuð voru um 23 þúsund fyrirtæki tvö ár aftur í tímann og voru rúmlega 190 breytur skoðaðar en í líkaninu er notuð er svokölluð línuleg aðhvarfsgreining.

Við gerð CIP áhættumatsins var notuð sérfræðiþekking íslenskra og alþjóðlegra ráðgjafa og þegar áhættumatið var áreiðanleikaprófað kom í ljós að spágeta líkansins er afar góð og raunar sú besta sem Creditinfo Decision hefur séð þegar hún er borin saman við nágrannalöndin.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .