Greiningardeild Kaupþings spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í júlí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3,6% samanborið við 4% í maí.

?Hækkunin í mánuðinum helgast fyrst og fremst af áframhaldandi hækkun fasteignaverðs,? segir hún. ?Útsöluáhrif vinna hins vegar á móti hækkandi fasteignaverði.?

Að mati greiningardeildar er undirliggjandi verðbólga enn mikil og nægir að skoða fastskattsvísitölu Hagstofunnar, en samkvæmt henni hefði tólf mánaða hækkun VNV í júní mælst 5,8% ef ekki hefði komið til matarskattslækkana í mars.

Hún gerir ráð fyrir að VNV hækki um 0,9% á næstu þremur mánuðum og um 3% á næstu tólf mánuðum.

Að mati Greiningardeildar nær Seðlabankinn ekki markmiði fyrr en í fyrsta lagi á 3. ársfjórðungi 2008.