Greiningardeild Glitnis spáir því að úrvalsvísitalan sýni batamerki og hækki um 6% á síðasta fjórðungi þessa árs, eftir erfiðan þriðja fjórðung; og að hækkunin verði alls 32% á árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá sem deildin sendi frá sér á dögunum. Áður hafði bankinn spáð 45% hækkun vísitölunnar á árinu, en erfitt ástand á fjármálamörkuðum og lausafjárskortur á heimsmarkaði að undanförnu varð til þess að hann lækkaði spá sína. Úrvalsvísitalan hækkaði um 15,8% á árinu 2006, þannig að ef spá Glitnis rætist verður vöxturinn í ár tvöfaldur miðað við fyrra ár.