OECD spáir því að atvinnuleysi muni snaraukast á Íslandi á næstu misserum og fara í 5,7% á næsta ári. Gangi sú spá eftir verður það mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á Íslandi frá því menn tóku að skrá með reglubundnum hætti tölur um atvinnuleysi, laust fyrir 1960.

Hæst fór atvinnuleysið í 5% árið 1995 en atvinnuleysi á árunum 1993 til 1996 var 4,4-5% samkvæmt tölum á vef Hagstofu Íslands sem ná aftur til ársins 1980.

Tölur um atvinnuleysi í Sögulegum hagtölum Íslands ná aftur til ársins 1957 en samkvæmt þeim fór atvinnuleysið í 2,5% í kreppunni í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda þegar síldin hvarf en tekið skal fram að tölur um atvinnuleysi hafa ekki verið skráðar með samræmdum hætti á þessu tímabili og samanburður við mun eldri tölur því líklega nokkuð hæpinn.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .