Hagnaður Föroya Banka mun dragast saman um tæp 28% frá fyrsta til annars fjórðungs ársins, það er mat greiningardeildar Landsbankans sem spáir því að hagnaður fjórðungsins muni nema 32 milljónum danskra króna. Þrátt fyrir það mikil aukning frá sama tíma og fyrir ári er hagnaðurinn nam 13,2 milljónum danskra króna.

Bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársjfórðung á morgun, mánudag.

"Meginástæðan fyrir því að við spáum minni hagnaði en á fyrsta fjórðungi ársins er spá um minni gengishagnað, auk þess sem við gerum ekki ráð fyrir tekjufærslu af afskriftareikningi útlána líkt og var á fyrsta fjórðungi," segir greiningardeildin.

Gert er ráð fyrir því að hreinar vaxtatekjur aukist talsvert á milli ára, en verði mjög svipaðar á öðrum fjórðungi í ár og þeim fyrsta. Þær gætu þó dregist lítillega saman. "Meginskýringin á því er hörð samkeppni á innlánsmarkaði í Færeyjum, ekki síst frá Kaupþingi," segir greiningardeildin.

Mikil óvissa er í spánni um gengishagnað sem og þóknanatekjurnar - en trúir að þær síðar nefndu munu vaxa með nokkuð. "Við gerum ráð fyrir talsverðum sveiflum í þóknanatekjum á milli fjórðunga þar sem fjárfestingabankastarsemi er tiltölulega lítil og nýleg hjá bankanum. Þóknanatekjurnar eru því takmarkaðar og einstök verkefni munu hafa mikil áhrif á þær," segir greiningardeildin.

Þá spáir hún því að gengishagnaðurinn muni dragast mikið saman. "[S]á liður sveiflast eðlilega mikið og var til að mynda neikvæður á öðrum fjórðungi í fyrra," segir greiningardeildin.

Föroya Banki var skráður í íslensku kauphöllina og þá dönsku í júní á þessu ári.