Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðlag hækki um 0,6% í maí og að tólf mánaða verðbólga lækki úr 5,3% í 4,4%.

?Skammtímaspár Greiningardeildar um þróun verðlags hafa ekki gengið eftir á síðustu mánuðum fyrst og fremst vegna hækkandi fasteignaverðs, en töluvert líf hefur færst í fasteignamarkaðinn upp á síðkastið

Spá um verðbólguþróun á næstu mánuðum gerir ráð fyrir því að í lok árs verði verðbólgan komin niður að verðbólgu-markmiði Seðlabankans. Milli ára spáum við um 4% verðbólgu og innan ársins hækkar VNV um tæplega 3%,? segir hún.