Vísitala neysluverðs hækkar um 0,2% í febrúar, samkvæmt spá greiningardeildar Kaupþings. ?Verðbólgan síðustu 12 mánuði verður þá 7,2% en var 6,9% í janúar. Við gerum ráð fyrir að útsölur á fötum og skóm hafi áhrif til lækkunar í febrúar en matarliðurinn verði til hækkunar.

Í mars lækkar verðbólgan hins vegar skarpt vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvæli. Við reiknum með að tólf mánaða verðbólga verði komin undir 2,5% verðbólgumarkmiðið í maí og haldist þar fram í mars á næsta ári,? segir greiningardeildin.