IFS greining spáir því að verðlag muni hækka um 0,1% í janúar frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir lækkar tólf mánaða verðbólga úr 4,2% í 4,0%. Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli lækkar úr 2,6% í 1,9%. Hagstofan birtir verðbólgutölur þriðjudaginn 29. janúar n.k.

Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað skarpt frá því í nóvember. Frá árinu 1993 hefur liðurinn matar- og drykkjarvörur hækkað að meðaltali um 1,4% í janúarmánuði. IFS gerir ráð fyrir 0,8% hækkun á matarkörfunni í janúar frá fyrri mánuði (vísitöluáhrif: +0,11%).

IFS gerir ráð fyrir svipuðum útsöluáhrifum og í fyrra en þá lækkaði verð á fötum og skóm um 10,3% (-0,56%). Liðurinn húsgögn og heimilisbúnaður lækkar um 2,6% í janúar (-0,13%)