Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu verður áfram mikið samkvæmt spá OECD. Í árlegri vinnumarkaðsspá sinni gerir OECD ráð fyrir því að atvinnuleysi á evrusvæðinu verði um 12,3% í árslok 2014, en að staðan verði mjög mismunandi eftir aðildarríkjum. Í dag er atvinnuleysi á evrusvæðinu um 12,2%.

Þannig er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi í Þýskalandi fari undir 5%, en að það verði um 28% í Grikklandi og á Spáni. Spáð er 11% atvinnuleysi í Frakklandi í árslok 2014 og 12,5% atvinnuleysi á Ítalíu.

OECD spáir því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum, sem í maí var 7,6%, verði um 7% í lok næsta árs.