Í nýrri þjóðhagsspá Englandsbanka spáir bankinn stöðnun í hagvexti yfir næsta árið. Bankinn spáir nú 0,1% hagvexti á 1. fjórðungi næsta árs, en hafði áður spáð 1% hagvexti á fjórðungnum.

Þá sagði Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, að hann teldi líkur á að hagvöxtur yrði neikvæður yfir einn eða tvo ársfjórðunga.

Tæknileg skilgreining samdráttar er neikvæður hagvöxtur tvo fjórðunga í röð.

Spá Englandsbanka er verri en spá stjórnvalda í Englandi, sem gerir ráð fyrri 2,25-2,75% hagvexti á árinu 2009.

Mervyn King sagðist telja að einkaneysla myndi minnka og að húsnæðisverð myndi lækka.

Á miðvikudag birtust tölur um atvinnuleysi sem sýndu að atvinnulausum í Englandi fjölgaði um 60.000 á þremur mánuðum fram til júní og mælist atvinnuleysi nú 5,4% í landinu.