Allt að því 30 flugfélög munu verða gjaldþrota áður en jólahátíðin gengur um garð.

Þessu spáir Willie Walsh, forstjóri British Airways.

Í kjölfar gjaldþrots XL Leisure Group hefst nú stærsta „björgunaraðgerð” síðari tíma, þar sem 85.000 farþegar á vegum XL er strandaglópar víðsvegar um Miðjarðarhafssvæðið og víðar.

„Um er að ræða versta umhverfi og aðstæður sem flug- og ferðageirinn hefur upplifað,” segie Walsh í samtali við Independent.

Um 30 flugfélög hafa þegar verið tekin til gjaldþrotaskipta á þessu ári. Walsh telur eðlilegt að búast við öðrum gjald.rotaskammti af þeirri stærðargráðu á þessu ári.

Talið er að smærri og meðalstór flugfélög séu í mestri hættu. Ferðageirinn gengur í gegnum erfitt tímabil á þessum tíma árs. Eftirspurn minnkar í kjölfar sumarleyfatíma og greiða þarf birgjum og þjónustuaðilum.