Greiningardeildar KB banka spaír því að vísitala neysluverðs verði óbreytt í júlí. Gangi spáin eftir mun verðbólgan á ársgrundvelli fara upp í 4,06% og því standa á efri þolmörkum verðbólgumarkmiða Seðlabankans.

Í Hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að verðbólguspáin að þessu sinni litast af sumarútsölum, auk hræringa á fasteignamarkaði. Einnig reiknar Greiningardeild með að gæta fari kostnaðarhækkana, m.a. vegna umsamdra launahækkana.