Greiningardeild Landsbankans reiknar með að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14% á vaxtaákvörðunarfundi 21. desember.

"Nýjar hagtölur gefa skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og við reiknum með vaxtalækkun í lok mars," segir greiningardeildin.