Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi vöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi þann 1. október næstkomandi.

Hagfræðideildin segir septembermælingu vísitölu neysluverðs koma nokkuð á óvart, en vísitalan lækkaði um 0,12% milli mánaða. Þó sé líklegt að peningastefnunefnin horfi framhjá septembermælingu vísitölunnar þar sem lækkunin milli mánaða hafi fyrst og fremst verið vegna lækkunar flugfargjalda til útlanda. Sú lækkun skýrist af árstíðasveiflu.

Lesa má stýrivaxtaspá hagfræðideildarinnar hér .