Landsbankinn spáir því að gengi íslensku krónunnar muni styrkjast á næstu mánuðum og verð á evru muni verða í 132 krónur í árslok.

Krónan hefur styrkst mikið síðan hún var hvað veikust í lok árs 2020 en evran kostar í dag það sama og fyrir Covid-19.

Seðlabankinn heldur að sér höndum

Seðlabankinn hefur að mestu haldið að sér höndum síðustu mánuði og lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði.

Í apríl seldi hann 18 ma.kr. til erlends fjárfestis í tengslum við kaup á ríkisbréfum. Þess utan hefur bankinn aðeins jafnað sveiflur innan dag.

Landsbankinn segir að bankinn virðist grípa inn þegar hreyfingar innan dags verða meiri en 1%.

Hér má lesa Hagsjá Landsbankans.