Standard & Poor's lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat Grikklands.  Matsfyrirtækið telur allt benda til að greiðslufalls á skuldum ríkissjóðs Grikklands.  Landið er nú í neðsta sæti matsfyrirtækisins yfir lánshæfi ríkja.

Matsfyrirtækið lækkað matið sitt úr B í CCC. Grísk stjórnvöld brugðust við þessum slæmu tíðindum með því að benda á að matsfyrirtækið taki ekki með í reikninginn aðgerðir og plön stjórnvalda í Aþenu til að tryggja endurfjármögnun skulda landsins..

Bloomberg greindi frá því í dögunum að gríska ríkið þyrfti 45 milljarða evra til viðbótar 110 milljörðum sem landið fékk að láni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sl. haust.