Luis de Guindos, efnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, var í viðtali í spænska blaðinu El País um helgina og þar spáði hann því að landsframleiðslan á Spáni myndi dragast saman um 1,5% á þessu ári. “Fyrsti ársfjórðungurinn verður erfiður, enn erfiðari en sá síðasti í fyrra en þá dróst landsframleiðslan saman um 0,3%,” segir Guindos sem reiknar einnig með neikvæðum samdrætti á öðrum ársfjórðungi.