*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 27. desember 2007 15:11

Spáir vísitölu neysluverðs óbreyttri í janúar

Ritstjórn

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs verði óbreytt milli desember og janúar. "Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,6% samanborið við 5,9% í desember. Í mánuðinum togast á útsöluáhrif og hækkun á matvöru og fasteignaverði. Auk þess má reikna með að hækkun ýmissa opinberra gjalda sem leggjast á um áramótin hafi áhrif til hækkunar. Sem dæmi má ætla að 12% hækkun fasteignamats muni hafa um 0,1% áhrif til hækkunar VNV," segir greiningardeildin.

Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna 14.janúar.