Hlutafjárútboði í 75% hlut í fasteignafélaginu Reginn lauk nú klukkan 16. Verðbilið í útboðinu var á milli 8,1 til 11,9 krónur á hlut og söluandvirðið því á bilinu 7,9 til 11,6 milljarðar króna og markaðsvirði félagsins alls í kringum 10,5 til 15,5 milljarðar.

Eftir því sem næst var komist var umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að spákaupmenn hafi verið ragir við að bjóða hærra en 9 til 9,5 krónur á hlut. Það er frá 11% til 17% yfir lægsta verði og 20% til 24% undir hæsta verði.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvað lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og aðrir stærri fagfjárfestar buðu en mögulega var það hærra.

Á meðal þekktustu eigna Regins eru Egilshöll í Grafarvogi og Smáralind í Kópavogi.

Upplýsingar um niðurstöðu hlutafjárútboðsins verða kynntar á morgun.

Nánar má lesa um útboðið og væntanlega skráningu félagsins í Kauphöll á vef Landsbankans.

Smáralind
Smáralind
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Úr Smáralind.