Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hefur skellt skuldinni á fjárfestingabanka fyrir að hafa valdið hruninu með fjármálagjörninga á bandaríska undirmálslánamarkaðnum.

Buffet, einnig þekktur sem „Spámaðurinn frá Omaha“, gaf til kynna í ræðu sem hann flutti í Toronto á miðvikudaginn, að bankageirinn gæti aðeins sjálfum sér um kennt vegna þeirra vandræða sem ríkt hafa á fjármálamörkuðum frá því í sumar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .