Jóhann Karl, konungur Spánar, hefur ákveðið að afsala sér krúnunni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti fjölmiðlum þetta í morgun.

Jóhann Karl er 76 ára gamall og hefur setið á konungstól síðan 1975. Fillip, sonur hans, mun taka yfir krúnuna. Jóhann Karl var lengi einn af vinsælustu kóngum í heimi, segir í frétt á vef BBC.

Spánverjar hafa að undanförnu hins vegar misst álit á kónginum sínum, en ástæðan er meðal annars spillingarásakanir á hendur Kristínu dóttur hans og eiginmanni hennar.

BBC greindi frá.