Fitch tilkynnti fyrir stundu að það matsfyrirtækið hefði  lækkað lánshæfismat Spánar. Ástæðan er hærra álag á ríkisskuldabréf landsins og auknar skuldir.

Lánshæfiseinkunin var A en er nú BBB með neikvæðum horfum. Er það aðeins einu stigi hærra en ruslflokkur.

Fitch telur að endurfjármögnun spænska bankakerfisins krefjist 60 milljarða evra. Er það tvöfalt meira en bankastjóri Santander bankans sagði á mánudag.