Yfirvöld á Spáni ætla að blása rykið af landamæravörslu og vegabréfaeftirliti í aðdraganda vaxtaákvörðunarfundar evrópska seðlabankans í Barcelona í næsta mánuði. Með landamæravörslunni á að koma í veg fyrir að mótmælendur trufli fundinn. Stjórnvöld þurfa að sækja um undanþágu frá Schengen-samkomulaginu sem kveður m.a. á um frjálsar ferðir fólks innan þess.

Vaxtaákvörðunarfundur bankans verður í borginni 3. maí.

Í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar bendir á að aðgerðirnar séu skiljanlegar í ljósi þess að einhverjar mestu óeirðir síðustu ár hafi verið í mótmælagöngum á Spáni síðustu misserin. Skemmst sé að minnast skemmdarverka sem mótmælendur ollu þegar blásið var til verkfalls í lok mars. Mótmælendur réðust þar á lögreglumenn og kveiktu í ruslatunnum.

Stjórnvöld á Spáni fengu síðast undanþágu frá Schengen-samningunum þegar al-Kaídaliðar myrtu tæplega 200 manns í Madrid í maí árið 2004.