Spænsk stjórnvöld munu á næstu misserum dæla allt að 11 milljörðum evra inn í hagkerfi landsins í þeirri von að blása í það ferskari lífi og skapa um 300 þúsund störf.

Frá þessu er greint á vef BBC en ríkisstjórn Spánar tilkynnti þetta í kvöld.

Upphæðin sem um ræðir, og telur til um 1,1% af þjóðarframleiðslu Spánar samkvæmt frétt BBC, er hluti af 200 milljarða evra áætlun sem Evrópusambandið samþykkti nýlega.

Þá kom fram í máli Jorge Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar að fjármunum verður helst varið í uppbyggingu iðnaðar, almannaþjónustu og samgöngumála.

Hvergi meðal ríkja Evrópusambandsins mælist atvinnuleysi meira en á Spáni þar sem það er um þessar mundir 11,3%.

Spænska hagkerfið dróst saman um 0,2% á þriðja ársfjórðungi þessa árs en að sögn BBC lýkur þar með 15 ára stanslausum hagvexti í landinu.