Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu.

Frá kaupunum var sagt frá í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vífilfell og tvö félög í eigu Þorsteins, Sólstafir og Stuðlaháls, skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Að undanförnu hefur verið leitað að heppilegum kaupanda að félaginu og samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölunni.

Segir í fréttinni að Arion banki búist við að að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans. Kaupverð hefur ekki fengið staðfest.