Álag á spænsk ríkisskuldabréf til tíu ára fór yfir 7% á mörkuðum í gær. Þegar álagið er komið í þessar hæðir er útgefandi skuldabréfanna ekki traustsins verður í augum fjárfesta.

Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar. Bent er á að spænska ríkið hafi selt ríkisskuldabréf til tveggja ára í gær fyrir 2,98 milljarða evra. Álagið var 5,2% nú samanborið við 4,3% í júní. Þá var álag á bréf til fimm ára 6,45% sem er ívið hærra en fyrir mánuði. Álagið á skuldirnar eykst eftir því sem gjalddagi bréfanna er lengri.

Álag á ríkisskuldabréf til fimm ára er nokkuð lægra,

Bloomberg hefur eftir fjármálasérfræðingi hjá BNP Paribas, að staða Spánverja sé ekki góð, hvorki ríkisins né bankanna.