Ríkisstjórn Spánar samþykkti í dag kröfu fjármálaráðherra evruríkjanna að setja þak á halla á fjárlögum hins opinbera næsta ári. Samkvæmt því má hallinn nema 4,9% af landsframleiðslu á þessu ári. Verði hann meiri en það þarf ríkið að greiða sem svarar til 0,2% hlut af landsframleiðslu í sektargreiðslu.

Landsmenn eru taldir geta borið byrðarnar á þessu ári. Næstu tvö ár gætu orðið þeim öllu erfiðari þegar rétta á þjóðarskútuna við og lækka hallann um 6% af landsframleiðslu á hverju ári, samkvæmt umfjöllun bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal um málið.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði áður sagt að útlit væri fyrir því að stjórnvöld gætu ekki staðið við loforð sín um að ná hallanum niður í 4,4% af landsframleiðslu. Hann verði öllu meiri á árinu, 5,8%.