Stjórnvöld á Spáni og fjármálaráðherrar evruríkjanna deila um þessar mundir um fjárlög ríkisins. Spánverjar telja nóg komið af niðurskurði í bili og telja óráð að reyna að draga frekar úr halla á fjárlögum. Ríkisstjórn Mariano Rajoy sem tók við rétt fyrir síðustu jól hafði sett sér það markmið stuttu eftir stjórnarskipti að halli á fjárlögum yrði 4,4% af landsframleiðslu. Fyrir um hálfum mánuði greindi hann hins vegar frá því að þrátt fyrir skattahækkanir og fleiri aðgerðir stjórnvalda muni fara úr 8,5% af landsframleiðslu í fyrra í 5,8%.

Þetta mun þvert á væntingar fjármálaráðherra annarra evruríkja sem hafa gefið út að Spánverjar eigi að ná hallanum niður í 5,3% af landsframleiðslu.

Erlendir fjölmiðlar segja óskir fjármálaráðherranna í takti við vilja evruríkjanna til að setja einstökum ríkjum mörk um leyfilegan halla á fjárlögum. Það eigi að koma í veg fyrir að einstök ríki lendi í skuldakreppu á borð við þá sem Grikkland er að ganga í gegnum.