Stjórnvöld á Spáni eru sögð hafa áform um að gefa út verðtryggð skuldabréf. Gangi þetta eftir þá verður þetta í fyrsta sinn í sögu Spánar sem slíkt gerist. Breska dagblaðið Financial Times segir útgáfuna lið í því að auka fjölbreytni á skuldabréfamarkaði eftir hrun. Stefnt er að því að gefa út 500 milljóna evra skuldabréf til 10 ára.

Blaðið segir verðtryggð skuldabréf Spánverja verða með lengri gjalddaga en önnur bréf. Bréfin verða tengd samræmdri vísitölu neysluverðs á evrusvæðinu. Þróun á tóbaksverði er hins vegar ekki inni í tengingunni.

Greint var frá því í dag að umsjónaraðilar skuldabréfaútgáfunnar verði Barclays, BNP Paribas, CaizaBank, Deutsche Bank, Santander og Société Générale.