Hagvöxtur mældist 0,1% á Spáni á þriðja ársfjórðungi. Þrátt fyrir agnarsmáan hagvöxt þá er þetta fyrsta skiptið sem sér til sólar í efnahagslífinu eftir viðvarandi samdrátt á Spáni í rúm tvö ár eða samtals níu ársfjórðunga.

Breska dagblaðið Financial Times segir hagvaxtartölurnar í takt við væntingar og kunni niðurstaðan að efla traust fjárfesta á efnahagslíf landsins.

Rifjað er upp í umfjöllun blaðsins að bandaríski milljarðamæringurinn Bill Gates , annar stofnenda Microsoft, hafi nýverið keypt 6% hlut í spænska verktakarisanum FCC fyrir 113,5 milljónir dala.