Stjórnvöld á Spáni eru sögð vinna að því að setja á laggirnar svokallaða „vonda banka“ sem taki við eitureignum banka og fjármálafyrirtækja. Luis de Guindos , fjármálaráðherra Spánar, sagði á spænska þinginu á dögunum á teikniborðinu að ríkið eignist 45% hlut í bankanum á móti öðrum.

Horft er til þess að sala á eignum úr bankanum vonda skili eigendum hans hagnaði þegar fram í sæki.

Fram kom í breska vikuritinu Economist á dögunum, að „vondir bankar“ skili sjaldan hagnaði þegar eignir eru seldar úr þeim. Í umfjöllun blaðsins er bent á að bankarnir geti verið misjafnir. T.d. hafi slíkt fyrirkomulag komið harkalega niður á skattgreiðendum í Svíþjóð efir bankahrunið þar í landi við upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Öðru máli gegni um eignastýringarfyrirtæki sem sett voru á laggirnar á Írlandi, Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Í Economist er sömuleiðis bent á, að miklu skiptir um árangurinn hver lántökukostnaður viðkomandi landa er hverju sinni og sé það helsta ástæða þess að árangurinn hafi verið betri af „vondum bönkum“ í síðasttöldu löndunum en í Svíþjóð. Það verði Spánverjar að hafa í huga nú þar sem lántökukostnaður þeirra er í hærri kantinum.