*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Innlent 29. mars 2020 15:51

Spár of bjartsýnar

Viðskiptaráð telur ríkið ofáætla tekjur, og að milliganga Seðlabankans við brúarlánveitingu sé of lítil í sniðum.

Ritstjórn
Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Árni Sæberg

Í umsögn Viðskiptaráðs um frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bregðast við efnahagsáhrifum kórónufaraldursins sem Viðskiptablaðið fjallar ítarlega um, er bent á að spá stjórnvalda um samdrátt sé helst til bjartsýn til skemmri tíma litið og viðbúið að tekjur ríkisins séu ofáætlaðar.

Spár erlendis frá bendi til að skellurinn í upphafi verði meiri en í hruninu 2008. Af þeim sökum telur ráðið að 95 milljarða króna hækkun á lántökuheimild ríkisins gangi of skammt.

Þá er einnig bent á það að 35 milljarða króna heimild Seðlabankans til milligöngu við brúarlánveitingu sé í minnsta lagi enda hafi mánaðarleg velta ferðaþjónustunnar í fyrra verið um 50 milljarðar króna. Mikilvægt sé að huga að frekari lækkun skatta og gjalda.

Jafnframt hefur Viðskiptaráð bent á síðan að það sakni þess að sjá svipaða hagræðingu hjá hinu opinbera og er að eiga sér stað í stórum stíl meðal einkaaðila með minnkandi starfshlutfalli, nú þegar atvinnulífið liggi undir. Ráðið áréttar þó að þar sé ekki verið að vísa til þeirra starfstrétta sem standa í fremstu víglínu faraldursins,

Í viðbrögðum helstu hagsmunaaðila við aðgerðaráætlun stjórnvalda í efnahagsmálum til að bregðast við áhrifum útbreiðslu kennir ýmissa grasa, má þar nefna: