Með rafrænum undirskriftum er hægt að spara umtalsverðan tíma og kostnað við óþarfa meðhöndlun og sendingar á pappír að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá ISIGN, sem er eini lausnaraðilinn á Íslandi sem uppfyllir kröfur reglugerðar ESB fyrir rafrænar undirskriftir.

Að sögn ISIGN er jafnframt erfiðara að falsa rafrænar undirskriftir heldur en hefðbundnar handundirskriftir. Þó hefur upptaka á rafrænum skilríkjum á Íslandi verið hæg. Það er takmarkað framboð á lausnum og hár kostnaður hefur hingað til hægt verulega á að þessi þróun taki stökk í takt í takt við það sem gerst hefur hjá öðrum þjóðum Evrópu.

Mælingar annarra þjóða sýna að tímasparnaður fyrir hverja undirskrift sem gerð er með rafrænum hætti í stað þess að nota pappír sparar fólki 55 til 65 mínútur að meðaltali í hverju tilfelli. „Fyrir flóknari ferli þar sem fleiri en tveir aðilar þurfa að undirrita getur tímasparnaðurinn jafnvel hraðað ferlum þannig að um muni nokkrum dögum,“ segir í tilkynningunni.

Einnig sýnir það aukna samfélagslega ábyrgð með því að minnka pappírsþróun og óþarfa sendingar á sama tíma og hægt er að auka traust og rekjanleika.

Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri ISIGN á Íslandi segir: „Tími fólks í dag er mun verðmætari en svo að honum sé eytt í akstur á milli húsa með pappír út af kröfum laga um undirskriftir. Ef það er til hagkvæmari, öruggari og einfaldari leið sem kostar ekkert til að undirrita skjöl hraðar þá ætti fólk auðvitað að kynna sér hana.“