Kostnaður Alphabet, móðurfélags Google, vegna ferðakostaðs, afþreyingar og kynningarstarfs dróst saman um 268 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi. Á ársgrundvelli er sparnaður Google af fjarvinnu því umfram einn milljarð dala, að því er kemur fram í frétt Los Angeles Times .

Í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2020 kom fram að kostnaður af markaðs- og kynningarstarfi af lækkað um 1,4 milljarða dala milli ára en fyrirtækið stöðvaði eða frestaði mörgum markaðsherðum og sneri sér í auknum mæli að stafrænum vettvöngum fyrir slík verkefni.

Google er þekkt fyrir að bjóða starfsmönnum upp á ýmis fríðindi, líkt og nudd og hvataferðir. Frá því að faraldurinn hafa þó flestir starfsmenn unnið að heiman og því verið án þessara fríðinda síðan í mars á síðasta ári. Ferða- og afþreyingarkostnaður lækkaði um 371 milljón dala, eða um 45,5 milljarða króna, á síðasta rekstrarári.

Netrisinn hyggst þó bjóða starfsfólki að snúa aftur á skrifstofur síðar í ár en Ruth Porat, fjármálastjóri Google, sagði að fyrirtækið væri að skipuleggja „blandað“ (e.hybrid) vinnuumhverfi.

Alphabet hagnaðist um 17,9 milljarða dala á fyrsta ársfjórðungi, um 162% aukning frá fyrra ári. Tekjur tæknifyrirtækisins jukust um 34% og námu alls 55,3 milljörðum dala.