Ísland er eina ríkið innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem ver minna fé til hvers háskólanema en grunnskólanema. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunarinnar. Aðildarríki OECD eru 34 og verja að meðaltali rúmum 900 þúsund krónum fyrir hvern grunnskólanema en hér á Íslandi eru slík framlög helmingi meiri. Á framhaldsskólastigi ver Ísland því sama og OECD-ríkin að meðaltali en á háskólastiginu eru framlögin 25% minni en meðaltal OECD-ríkjanna.