Reiknað er með að boðað verði til stofnfjáreigendafundar hjá Sparisjóði Bolungarvíkur á næstunni en það kemur fram í bréfi sjóðsins til stofnfjáreigenda.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins Besta á Ísafirði.

Þar kemur fram að aðalfundur sjóðsins var haldinn 20. maí en nokkrum liðum frá þeim fundi hefur ítrekað verið frestað þar sem enn hefur ekki náðst sú staða að hægt séð að upplýsa stofnfjáreigendur um rekstrarstöðu sjóðsins, framtíðarumhverfi hans eða stöðu mála við kröfuhafa sjóðsins.

Stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur leggur til að liðum þrjú til sjö í upprunalegri dagskrá aðalfundarins verði enn frestað þar til staða mála skýrist en dagskrárliðirnir eru tillaga um arðgreiðslu, kosning sparisjóðsstjórnar, kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu, tillaga um þóknun stjórnar og önnur mál.

Sjá nánar á vef Bæjarins Besta.