Sparisjóðabanki Íslands hf. (áður Icebank) hefur frá því að bankinn fékk heimild til greiðslustöðvunar þann 23. mars sl. sagt upp 37 starfsmönnum. Hjá bankanum munu starfa áfram 35 starfsmenn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en bankastjóri bankans, Agnar Hansson, lét af störfum í vikunni. Sömuleiðis hefur aðstoðarbankastjóri bankans, Ólafur Ottósson, látið af störfum.

Fram kemur að Sveinn Andri Sveinsson, áður framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs bankans, hefur verið ráðinn í starf bankastjóra.