Sparisjóðabanki Íslands (áður Icebank) hefur farið fram á gjaldþrotaskipti hóteleiganda á Miami í Flórída.

Þann 24. apríl s.l. sagði bankinn fram kröfu á eignarfélaginu Longkey LLC í New York og eins gegn lögfræðistofunni Greenberg Traurig á Miami.

Þetta kemur fram á vef South Florida Business Journal.

Eignarhaldsfélagið keypti 72 herberja hótel við strönd Miami fyrir um 16,2 milljónir dala árið 2006. Judith Kreitzer, lögfræðingur Icebank sem starfar í Fort Lauderdale segir í samtali við blaðið að enn Longkey skuldi bankanum enn 8,5 milljónir dala og skuldin sé fallin á gjalddaga.

Hótelið sem um ræðir var byggt árið 1939 og er ekki í notkun. Kreitzer segir að eignarhaldsfélagið hafi ætlar að gera hótelið upp en að hennar sögn hefur sú vinna ekki enn hafist.